Fréttir

Heitt kakó og smákökur á sunnudögum

Sunnudaga á aðventunni bjóðum við ykkur sérstaklega velkomin með heitu kakó og smákökum.

 

Kertafleyting 1. desember 2012

Fjölmennum á árlega kertafleytingu á laugarvatni þann 1. desember og eigum notalega stund saman.

 

Gullhringurinn - Spennandi hjólreiðakeppni á Laugarvatni 1. september 2012

1. september s.l. fór fram í fyrsta sinn hjólreiðakeppnin Gullhringurinn. Eins og nafnið gefur til kynna er Gullhringurinn kenndur við það sem erlendir ferðalangar á Íslandi kalla "the Golden Circle." A-riðill Gullhringsins liggur frá Laugarvatni að Geysi og þaðan niður Biskupstungnabraut að Þingvallaafleggjaranum í Grímsnesi og upp þar að Lyngdalsheiði og að Laugarvatni aftur en sú leið er um 111 km löng. Einnig er keppt í aðgengilegri vegalengdum, 48.5 km og 12 km.
 

Það var sannkölluð uppskeruhátíð hjólreiðamanna á Laugarvatni þennan dag en alls er keppt í fjórum "hringjum". Þegar keppendur komu í mark þá var þeim boðið uppá heita súpu og frítt í Laugarvatn Fontana. Klukkan 18:00 var keppendum, fjölskyldum og vinum svo boðið uppá fría aðstöðu til risa útigrills og í framhaldi var tendraður varðeldur og sungið með brekkusöngsbrag inní kvöldið.

Vegleg verðlaun voru í boði fyrir fyrstu sætin. Tugir veglegra brautarverðlauna verða dregin út úr nöfnum skráðra keppenda í verðlaunaafhendingunni þannig að það var til mikils að vinna fyrir alla þátttakendur.

Skráning fór fram á Fésbókarsíðu keppninnar.

Þátttökugjald var 5500 kr. en innifalið var frí súpa og aðgangur að Laugarvatn Fontana.