Algengar spurningar

  • Hvernig er opið yfir hátíðarnar?

    Laugarvatn Fontana er opið yfir alla hátíðarnar.

    23. desember 2022 11:00 - 21:00
    24. desember 2022 11:00 - 16:00
    25. desember 2022 11:00 - 21:00
    26. desember 2022 11:00 - 21:00
    27-30. desember 2022 11:00 - 21:00
    31. desember 2022 11:00 - 16:00
    1. janúar 2023 11:00 - 21:00
    2.. janúar 2023 11:00 - 21:00

     

     

  • Eru stéttarfélög með afslætti í Fontana?

    Flest stéttarfélög bjóða 10% afslátt. Vinsamlegast fáið staðfest hjá þínu stéttarfélagi.

    Athugið að aðeins er hægt að kaupa miða á stéttarfélagsafslætti á staðnum, ekki í bókunarvélinni.

    Vinsamlegast sýnið staðfestingu um aðild að stéttarfélagi við miðakaup.

  • Hvernig bóka ég með gjafabréfi / árskorti / fjölskyldukorti?

    Þú smellir einfaldlega á BÓKA MIÐA og þá birtist valgluggi þar sem hægt er að bóka aðgang sem greiddur verður með gjafabréfi, árskorti eða fjölskyldukorti.

    Vinsamlegast sýnið miðann við komu ásamt gjafabréfi /árskorti.

  • Get ég nýtt YAY gjafabréf í Fontana?

    Já. Við tökum á móti YAY Gjafabréfum.

    Hvort sem þú vilt greiða fyrir aðgang í laugarnar eða veitingar þá tökum við á móti YAY bréfum bæði í afgreiðslu og einnig í bókunarvélinni okkar á heimasíðunni.

    Til að nýta YAY í bókunarvélinni smellir þú einfaldlega á Nota gjafabréf og stimplar inn þinn YAY kóða.

  • Er opið í dag?

    Laugarvatn Fontana er opið alla daga.

    Sunnudaga 11:00 - 21:00
    Mánudaga 11:00 - 21:00
    Þriðjudaga 11:00 - 21:00
    Miðvikudaga 11:00 - 21:00
    Fimmtudaga 11:00 - 21:00
    Föstudaga 11:00 - 21:00
    Laugardaga 11:00 - 21:00
  • Er laust pláss núna?

    Erfitt er að segja til um laus pláss á heimasíðunni. Ef það eru lausir miðar undir Book Now þá er laust pláss. Hins vegar getur alltaf verið einhver bið.

    Til að fá skýrari svör um laus pláss, vinsamlegast hringið í okkur í 486-1400.
    Við gefum ekki upplýsingar um fjölda í gegnum heimasíðu eða Facebook Messenger.

  • Við erum hópur. Fáum við einhvern díl?

    Fyrir hópa sem telja fleiri en 10 fullorðna, vinsamlegast sendið tölvupóst á sales@fontana.is og takið fram fjölda og dagsetningu. Við munum svara með verðtilboði eins fljótt og auðið er.

  • Bjóðið þið upp á nudd eða aðrar snyrtimeðferðir?

    Nei, því miður. Engar nudd- eða snyrtimeðferðir í boði.

  • Ég er með gjafabréf. Hvernig bóka ég?

    Þú afhendir gjafabréfið í afgreiðslu Fontana og nýtur þess að eiga góða stund.

  • Hvernig panta ég pláss?

    Eina leiðin til að bóka miða fyrirfram er með því að smella á Book Now hægra megin á síðunni. 

    Til að bóka með gjafabréfi eða árskorti smellir þú einfaldlega á BÓKA MIÐA og þá birtist valgluggi þar sem hægt er að bóka aðgang sem greiddur verður með gjafabréfi, árskorti eða fjölskyldukorti.

    Vinsamlegast sýnið miðann við komu ásamt gjafabréfi /árskorti.

  • Getið þið tekið á móti stórum hópi í einu?

    Allar hópabókanir og upplýsingar fyrir hópa eru veittar gegnum netfangið sales@fontana.is.

  • Get ég breytt miða eða fengið endurgreitt?

    Ef breyta þarf dagsetningu á miða, vinsamlegast sendið tölvupóst á fontana@fontana.is eða hringið í 486-1400.

    Ekki þarf að gera breytingu á tíma ef dagsetningin er sú sama.

    Afbókunarskilmálar Laugarvatns Fontana eru á þessa leið:

    • Með meira en 48 klst. fyrirvara endurgreiðum við miða að fullu
    • Með 24 - 48 klst. fyrirvara endurgreiðum við 50% af andvirði miða
    • Með minna en 24 klst. fyrirvara er ekki endurgreiðsla í boði

    Fyrir frekari upplýsingar varðandi endurgreiðslur og til að óska eftir endurgreiðslu, vinsamlegast sendið tölvupóst á fontana@fontana.is eða hringið í 486-1400.

     

  • Okkur seinkar aðeins. Hvað gerum við?

    Það er allt í góðu, við tökum glöð á móti þér þegar þú kemur.

    Til að breyta miða á milli daga, vinsamlegast sendið póst á fontana@fontana.is eða hringið í 486-1400.

  • Þarf ég að bóka fyrirfram eða er nóg að mæta?

    Við óskum eftir því að miðar séu bókaðir fyrirfram. Það er gert með því að smella á Book Now hægra megin á síðunni.

    Til að bóka með gjafabréfi eða árskorti, smelltu hér

  • Bjóðið þið upp á veitingar?

    Við bjóðum upp á súpu dagsins með brauð, smjöri og pestó.
    Við bjóðum uppá beyglur (vegan og með laxi) sem gerðar eru á staðnum. Við bjóðum upp á skyr og einnig upp á nokkrar tegundir af kökum.
    Hefðbundinn drykkjarseðill er í boði og gefst gestum kostur á að njóta þeirra í laugunum.