Við hrærum í rúgbrauðsdeig eftir gamalli uppskrift, setjum í pott og gröfum í heitan sandinn í 24 klukkustundir.
Við gröfum brauðið upp og það er sannarlega ljúffengt! Komdu og prófaðu!
Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.
Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.
Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og jafnvel reyktum silungi.
Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.
Verð 3.190 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Sneið af reyktum silungi innifalin í verði.
Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.
Hópa er hægt að bóka í rúgbrauðsferðir fyrir sérhópa á netfanginu; sales@fontana.is