Fontana Bakarí

Athugið: Gert hefur verið hlé á rúgbrauðsbakstri Fontana. Hópa verður þó hægt að bóka í rúgbraðsferðir á netfangið sales@fontana.is

Við hrærum í deig upp úr gamalli uppskrift, setjum í pott og gröfum í heitan sandinn í 24 klukkustundur.
Við gröfum brauðið upp og það er sannarlega ljúffengt! Komdu og prófaðu!

Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.

Á hverjum degi klukkan 11:30 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni. Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Gestum er boðið að smakka nýbakað brauðið sem borið er fram með íslensku smjöri og jafnvel reyktum laxi. Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa. 

Verð 1.500 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Vinsamlega bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur!