VEITINGAR

Veitingasala Fontana verður með breyttu sniði en vanalega og verður síðan uppfærð um leið og kostur gefst.

Við vitum að hverjum þeim sem tekst á við löng böð er nauðsynlegt að nærast vel. Því bjóðum við upp á staðgóða næringu við hæfi sem 

flestra.

Veitingarými okkar er bjart og rúmgott og hægt er að njóta veitinga bæði fyrir og eftir bað. Á hverjum degi bjóðum við upp á hádegis- og kvöldverðarhlaðborð sem samanstendur af ferskum og hollum mat ásamt súpu og brauði sem er í boði allan daginn.

Á kaffihúsi okkar er hægt að kaupa kökur, sætmeti, heita drykki, gos, bjór og léttvín.

Hægt er að kaupa aðgang í hádegis- og kvöldhlaðborð í bókunarvél okkar.

Súpa dagsins - 12:00 - 21:00

1.450 kr. með nýbökuðu brauði.

Hádegishlaðborð - 12:00 - 14:00

Fullorðnir, 13 ára og eldri 2.900 kr.
Krakkar, 7 - 12 ára 1.450 kr.
Börn 0 - 6 ára Frítt*

Kvöldhlaðborð - 18:00 - 21:00

Fullorðnir, 13 ára og eldri 3.900 kr.
Krakkar, 7 - 12 ára 1.950 kr.
Börn 0 - 6 ára Frítt*
Á Laugarvatni bökum við okkar eigin rúgbrauð í heitum sandinum við vatnið. Úr vatninu fáum við einnig silung sem við látum reykja á nálægum sveitabæ. Rúgbrauð með reyktum laxi er ómissandi þegar veitingastaður okkar er heimsóttur.

Að auki fáum við allt okkar grænmeti frá nágrönnum okkar á Flúðum.

*Börn 0-6 ára borða frítt séu þau í fylgt með amk. einum fullborgandi fullorðnum.