Umhverfisstefna

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Laugarvatn Fontana gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum.

Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu.
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng.
  • Fylgja lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og ganga lengra þar sem það á við.
  • Upplýsa gesti um umhverfisstefnuna og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni.
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.