Við bjóðum þrenns konar aðildarkort í Laugarvatn Fontana. Kortin henta vel fyrir þá sem heimsækja okkur oft eða hafa t.d. aðgengi að sumarbústað í nágrenni.
Kortin er hægt að kaupa í afgreiðslu Laugarvatn Fontana og er velkomið að geyma þau hjá okkur.
Árskort einstaklinga: Verð kr. 50.000
Árskortin gilda í heilt ár og duga fyrir einn fullorðinn einstakling. Kortið er merkt eigandanum og er eingöngu ætlað þeim sem eiga kortið.
Börn yngri en 12 ára fá frían aðang í Fontana með fullorðnum og er reglan 2 börn per 1 fullorðinn.
Fjölskyldukort: Verð kr. 79.000
Fjölskyldukort gilda í heilt ár og duga fyrir hjón/par og fjögur börn, 0-16 ára. Kortin eru merkt tveimur fullorðnum og er eingöngu ætlað þeim sem eiga kortið.
Vetrarkort: Verð kr. 39.000
Um vetrarkortið gilda sömu skilmálar og árskort nema vetrarkortið gildir aðeins september-maí, að báðum mánuðum meðtöldum.
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á fontana@fontana.is eða skilaboð á Facebook.