Vegna Covid-19

Viðbrögð Laugarvatns Fontana við kórónaveiru, Covid-19

Uppfært 31. júlí - Fjöldatakmarkanir miðast nú við 100 manns

Nú hafa Almannavarnir gefið út fjöldatakmarkanir á ný sem takmarkar gestafjölda í Laugarvatn Fontana niður í 100 manns í einu. Takmarkanirnar verða í gildi í a.m.k. tvær vikur.

Það kann því að verða einhver bið eftir að komast ofan í laugarnar bæði fyrir þá sem eiga fyrirfram bókaða miða og einnig þá sem kaupa miða á staðnum.

Einnig biðjum við gesti okkar að virða 2 metra regluna og sýna samfélagslega ábyrgð vegna ástandsins.

Við þökkum sýndan skilning og samvinnu.

Smelltu hér til að lesa nánar um opnunartíma og tilboð.

Allar nýjar upplýsingar verða birtar á Facebook síðu Laugarvatns Fontana.

________________________________________________________________________

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.

Við erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti.
Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).


Hvað erum við að gera:

 • Starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varða hreinlæti
 • Við höfum aukið tíðni þrifa í almenningsrýmum með sótthreinsiefnum. Þar með talið gestamóttöku, búningsklefum, hurðarhúnum, almenningssalernum o.fl
 • Við munum halda áfram að aðlaga matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi
 • Við höfum bætt við stöðvum með handspritti og pössum að pláss á milli borða í veitingasal sé miðað við útgefnar leiðbeiningar af sóttvarnarlækni
 • Við höfum tekið úr notkun fjölda fataskápa í búningsklefum til að dreifa gestum okkar eins vel og kostur gefst
 • Pössum að samanlagður fjöldi gesta og starfsmanna fari ekki yfir 100 á meðan fjöldatakmarkanir er í gildi
 • Komum leiðbeiningum til gesta okkar að halda hæfilegri fjarlægð við aðra gesti
 • Tökum hárblásara, sundfatavindur og aðra deilanlega hluti úr umferð

Það sem við hvetjum gesti til að gera:

 • Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur eftir handþvott
 • Forðast að snerta augu, nef og munn
 • Forðast að vera nálægt veiku fólki
 • Vera heima ef þú ert veik/ur
 • Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax
 • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi

Við bendum einnig á góðar upplýsingar á www.covid.is