Vegna Covid-19

Viðbrögð Laugarvatns Fontana við kórónaveiru, Covid-19

Uppfært 25. maí - Tilslakanir

Tilslakanir hafa verið gefnar út sem gilda yfir sund- og baðstaði. Laugarvatn Fontana getur nú á ný hleypt leyfilegum hámarksfjölda í böðin.
Tveggja metra reglan er í gildi í veitingasal.

Við munum uppfæra þegar nýjar reglur eru gefnar út.

Verið velkomin í Laugarvatn Fontana.


 

 

Við óskum eftir því að gestir okkar fari eftir þessum fyrirmælum:

  • Kaupa miða fyrirfram gegnum heimasíðu okkar - ekki er hægt að kaupa miða á staðnum nema greitt sé með gjafabréfi eða árskorti
  • Virðum 1 meters regluna og sýnum samfélagslega ábyrgð vegna ástandsins
  • Ef gestir finna fyrir flensueinkennum þá vinsamlegast ekki koma í Fontana

Við þökkum sýndan skilning og samvinnu.

Smelltu hér til að lesa nánar um opnunartíma og tilboð.

Allar nýjar upplýsingar verða birtar á Facebook síðu Laugarvatns Fontana.

________________________________________________________________________

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.

Við erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti.
Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).

 

Við bendum einnig á góðar upplýsingar á www.covid.is