Vegna Covid-19

Viðbrögð Laugarvatns Fontana við kórónaveiru, Covid-19

Uppfært 30. okt - Laugarvatn Fontana lokar laugardaginn 31. október

Samkvæmt nýjustu fyrirmælum stjórnvalda neyðumst við til þess að hafa lokað frá og með 31. október til 11. desember (mögulega lengur)

Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum jákvæða strauma og hlökkum til að taka á móti ykkur sem fyst.

Miðar verða endurgreiddir eða færðir á nýjar dagsetningar.

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast smellið á 'Hafa samband' flipann efst á síðunni.


 

Uppfærsla 7. okt

Nú hafa Almannavarnir gefið út fjöldatakmarkanir á ný sem takmarkar gestafjölda í Laugarvatn Fontana niður í 100 manns í einu. Takmarkanirnar verða í gildi í a.m.k. tvær vikur með möguleika á framlengingu.

Laugarvatn Fontana er því opið skv. hefðbundnum opnunartíma þrátt fyrir lokanir sundlauga og heilsulinda á Höfuðborgarsvæðinu.

Við óskum eftir því að gestir okkar fari eftir þessum fyrirmælum:

 • Kaupa miða fyrirfram gegnum heimasíðu okkar - ekki er hægt að kaupa miða á staðnum nema greitt sé með gjafabréfi eða árskorti
 • Virðum 1 meters regluna og sýnum samfélagslega ábyrgð vegna ástandsins
 • Ef gestir finna fyrir flensueinkennum þá vinsamlegast ekki koma í Fontana

Við þökkum sýndan skilning og samvinnu.

Smelltu hér til að lesa nánar um opnunartíma og tilboð.

Allar nýjar upplýsingar verða birtar á Facebook síðu Laugarvatns Fontana.

________________________________________________________________________

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.

Við erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti.
Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).


Hvað erum við að gera:

 • Starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varða hreinlæti
 • Við höfum aukið tíðni þrifa í almenningsrýmum með sótthreinsiefnum. Þar með talið gestamóttöku, búningsklefum, hurðarhúnum, almenningssalernum o.fl
 • Við munum halda áfram að aðlaga matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi
 • Við höfum bætt við stöðvum með handspritti og pössum að pláss á milli borða í veitingasal sé miðað við útgefnar leiðbeiningar af sóttvarnarlækni
 • Við höfum tekið úr notkun fjölda fataskápa í búningsklefum til að dreifa gestum okkar eins vel og kostur gefst
 • Pössum að samanlagður fjöldi gesta og starfsmanna fari ekki yfir 100 á meðan fjöldatakmarkanir er í gildi
 • Komum leiðbeiningum til gesta okkar að halda hæfilegri fjarlægð við aðra gesti
 • Tökum hárblásara, sundfatavindur og aðra deilanlega hluti úr umferð

Það sem við hvetjum gesti til að gera:

 • Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur eftir handþvott
 • Forðast að snerta augu, nef og munn
 • Forðast að vera nálægt veiku fólki
 • Vera heima ef þú ert veik/ur
 • Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax
 • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi

Við bendum einnig á góðar upplýsingar á www.covid.is