Vegna Covid-19

Viðbrögð Laugarvatns Fontana við kórónaveiru, Covid-19

Uppfært 25. febrúar 2022

Öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 hefur verið aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum.

  • Fjöldatakmörkun er engin
  • Nálægðarmörk eru engin
  • Grímunotkun er ekki skylda neins staðar
  • Takmarkanir á hvers konar starfsemi eru lagðar af, hvorki er skráningarskylda né takmarkanir á opnunartíma

Við óskum eftir því að gestir okkar:

  • Fresti heimsókn sinn í Fontana finni þeir fyrir flensueinkennum.
  • Noti handspritt áður en gengið er inn í búningsklefa og áður en gengið er út úr búningsklefa.

Við þökkum sýndan skilning og samvinnu.

Verið velkomin í Laugarvatn Fontana. 

Smelltu hér til að lesa nánar um opnunartíma.

Allar nýjar upplýsingar verða birtar á Facebook síðu Laugarvatns Fontana.

________________________________________________________________________

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi og erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti.

Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).

 

Við bendum einnig á góðar upplýsingar á www.covid.is